Þórhallur ráðinn þjálfari þróttar

Þórhallur Siggeirsson, nýr þjálfari Þróttara, til vinstri og Halldór Geir …
Þórhallur Siggeirsson, nýr þjálfari Þróttara, til vinstri og Halldór Geir Heiðarsson aðstoðarmaður hans. Ljósmynd/trottur.is

Þórhallur Siggeirsson, 31 árs gamall Kópavogsbúi, hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Þróttar úr Reykjavík í knattspyrnu til næstu þriggja ára en hann tekur við af Gunnlaugi Jónssyni sem hætti störfum fyrir skömmu.

Þórhallur var aðstoðarþjálfari Gunnlaugs á síðasta tímabili en hann er jafnframt yfirþjálfari yngri flokka hjá Þrótti og heldur því starfi áfram. Halldór Geir Heiðarsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari með honum.

Þórhallur lék með HK upp yngri flokkana og síðan í meistaraflokki en hefur um árabil einbeitt sér að þjálfun. Hann þjálfaði áður hjá HK og Val og var síðan yfirþjálfari yngri flokka hjá Stjörnunni í þrjú ár áður en hann kom til Þróttar í fyrra. Hann er með UEFA-A þjálfaragráðu og einnig með M.Sc-gráðu í íþróttavísindum og þjálfun frá Háskólanum í Reykjavík.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert