Erfitt að skora á þessum velli

Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson á fundinum í dag.
Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson á fundinum í dag. mbl.is/Sindri

Erik Hamrén landsliðsþjálfari og Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Andorra la Vella nú síðdegis, daginn fyrir leik Andorra og Íslands í fyrstu umferð undankeppni EM í knattspyrnu.

Leikur Andorra og Íslands hefst kl. 19.45 að íslenskum tíma annað kvöld eða kl. 20.45 að staðartíma. Ísland mætir svo Frakklandi í París á mánudagskvöld en í riðlinum eru einnig Albanía, Tyrkland og Moldóva. Tvö efstu liðin komast á EM 2020 sem fram fer víða um álfuna.

Hér að neðan má lesa það sem fram kom á fundinum.

Blaðamannafundur Íslands í Andorra opna loka
kl. 0 Textalýsing Góðan daginn! Sindri Sverrisson heilsar ykkur frá Andorra la Vella, höfuðborg Andorra, eftir góðan rúnt um Píreneafjöllin frá Peralada á Spáni þar sem íslenska liðið hefur dvalið frá því á mánudag. Fram undan er blaðamannafundur með þeim Erik Hamrén og Aroni Einari Gunnarssyni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert