Guðmundur og Sebastian með Helga

Guðmundur Hreiðarsson ásamt Heimi Hallgrímssyni og Helga Kolviðssyni.
Guðmundur Hreiðarsson ásamt Heimi Hallgrímssyni og Helga Kolviðssyni. mbl.is/Golli

Helgi Kolviðsson, fyrrverandi aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í knattspyrnu, stýrir landsliði Liectenstein í fyrsta sinn á laugardaginn þegar það tekur á móti Grikkjum í undankeppni EM og á þriðjudaginn sækja lærisveinar Helga Ítali heim.

Með Helga í þjálfarateyminu í þessum fyrstu tveimur leikjum eru markmannsþjálfarinn Guðmundur Hreiðarsson og styrktarþjálfarinn Sebastian Boxleitner en báðir voru í þjálfarateymi íslenska landsliðsins en hættu þegar Svíinn Erik Hamrén tók við þjálfun landsliðsins af Heimi Hallgrímssyni.

„Gummi og Sebastian eru með mér í þessu verkefni. Það er nauðsynlegt að hafa gott „team“ sem þekkir mínar áherslur. Þeir verða með mér til að byrja með en við munum svo setjast niður eftir þetta verkefni og spá í framtíðina,“ sagði Helgi við mbl.is.

Helgi var í desember ráðinn landsliðsþjálfari Liectenstein til tveggja ára en hann var aðstoðarþjálf­ari ís­lenska karla­landsliðsins í tvö ár frá 2016-2018.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert