Sara sæmd Silfurstjörnu Hauka

Sara Björk á Ásvöllum.
Sara Björk á Ásvöllum. Ljósmynd/Haukar

Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir, leikmaður þýska meistaraliðsins Wolfsburg, var sæmd Silfurstjörnu Hauka í tilefni af því að hún var valin Íþróttamaður ársins 2018.

„Sara hóf knattspyrnuferil sinn hjá Haukum og var hún einungis 13 ára gömul þegar hún lék sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir félagið. Hún á að baki 23 leiki fyrir meistaraflokk Hauka og skoraði hún í þeim 18 mörk. Það var öllum ljóst að hún var gríðarlegt efni og hefur hún margsannað sig sem fyrirmyndaríþróttamaður bæði innan vallar sem utan.

Sara tók sér góðan tíma til að spjalla við yngri iðkendur þar sem Kristján Ómar Björnsson, þjálfari meistaraflokks karla, var í hlutverki spyrils. Þar veitti hún svo sannarlega mörgum iðkendum góð ráð fyrir framtíðina enda er Sara mikil fyrirmynd, innan vallar sem utan. Þá færði hún félaginu treyju Wolfsburgar sem verður fundinn góður staður á Ásvöllum,“ segir á heimasíðu Hauka en Sara var heiðursgestur á leik Hauka og Þróttar R. í Inkasso-deild kvenna á sunnudaginn.

Sara Björk afhendir Haukum Wolfsburg-treyjuna.
Sara Björk afhendir Haukum Wolfsburg-treyjuna. Ljósmynd/Haukar
Sara Björk með ungum Haukastelpum.
Sara Björk með ungum Haukastelpum. Ljósmynd/Haukar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert