Már hetjan í nágrannaslagnum og Fram efst

Unnar Steinn Ingvarsson í baráttunni við Birki Guðmundsson á Framvellinum …
Unnar Steinn Ingvarsson í baráttunni við Birki Guðmundsson á Framvellinum í kvöld. mbl.is/Arnþór

Már Ægisson skoraði sigurmark Fram þegar liðið tók á móti Þrótti Reykjavík í níunda umferð 1. deildar karla í knattspyrnu, Inkasso-deildinni, á Framvelli í Safamýrinni í kvöld. Leiknum lauk með 2:1-sigri en Már skoraði sigurmark leiksins í uppbótartíma.

Daði Bergsson kom Þrótturum yfir strax á 4. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Framara, fékk að líta beint rautt spjald í hálfleik og þurfti því að horfa á seinni hálfleikinn úr stúkunni.

Helgi Guðjónsson jafnaði metin fyrir Framara á 60. mínútu en tveimur mínútum síðar fékk Frede Saraiva að líta beint rautt spald í liði Fram og Framarar því einum manni færri það sem eftir lifði leiks.

Það virtst svo allt stefna í jafntefli þegar Már skoraði sigurmarkið í uppbótartíma og Framarar fögnuðu dýrmætum sigri. Fram fer með sigrinum upp í efsta sæti deildarinnar í 17 stig og upp fyrir Þór og Fjölni sem eiga leik til góða. Þróttarar eru áfram í áttunda sætinu með 10 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert