Á óklárað verk eftir með Blikum

Gísli Eyjólfsson í leik með Blikum.
Gísli Eyjólfsson í leik með Blikum. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Ég er að koma heim reynslunni ríkari,“ sagði knattspyrnumaðurinn Gísli Eyjólfsson í samtali við Morgunblaðið í gær, en þá var tilkynnt að hann væri kominn aftur heim í Breiðablik eftir lánsdvöl hjá sænska B-deildarliðinu Mjällby.

Gísli, sem er 25 ára gamall, átti raunar að vera úti allt tímabilið og var búinn að vera í byrjunarliðinu í níu af 14 leikjum liðsins sem er í öðru sæti deildarinnar. Þjálfarinn Milos Milojevic, sem þjálfaði Víking R. og Breiðablik hér á landi, tjáði honum hins vegar að félagið ætlaði að finna annan leikmann í stöðuna.

„Ég átti gott spjall við Milos og það var tekin sameiginleg ákvörðun, þeir höfðu ekki mikinn áhuga á að klára lánssamninginn og ég hafði þá heldur ekki áhuga á að vera áfram ef ég myndi spila minna. Það var til mikils ætlast af mér, en svo var ég bara meðalleikmaður sem gerði engar rósir og skoraði ekki einu sinni mark,“ sagði Gísli, sem sló í gegn með Blikum í fyrra.

„Svíarnir eru miklu skipulagðari og það er minna um einstaklingsframtak, sem er meira hérna heima. Maður fær minni tíma á boltann og slíkt. Ég hefði getað gert betur og aðlagast hraðar, en það fór sem fór. Ég lærði samt mjög mikið á þessu hálfa ári úti og held að ég sé mun þroskaðri og betri manneskja eftir þennan tíma.“

Sjá allt viðtalið við Gísla á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert