Fimmti sigur Kórdrengja í röð

Kórdrengir eru á góðri siglingu.
Kórdrengir eru á góðri siglingu. Ljósmynd/Facebook-síða Kórdrengja

Kórdrengir sitja sem fastast á toppi 3. deildar karla í fótbolta eftir 2:1-útisigur á Hetti/Hugin á Vilhjálmsvelli á Egilsstöðum í dag. Magnús Þórir Matthíasson gerði bæði mörk Kórdrengja og þar á meðal sigurmark á 89. mínútu. Ivan Bubalo jafnaði fyrir Hött/Hugin þess á milli. 

KF frá Fjallabyggð er enn þremur stigum á eftir Kórdrengjum. KF-menn unnu 3:2-sigur á Álftanesi á Ólafsfjarðarvelli. Alexander Már Þorláksson gerði fyrsta og þriðja mark KF og Andri Snær Sævarsson skoraði einnig fyrir heimamenn, sem komust í 3:0. Álftanes minnkaði muninn með marki frá Magnúsi Andra Ólafssyni, en ekki liggur fyrir hver skoraði annað mark Álftaness, en fréttin verður uppfærð. 

Einherji er í sjötta sæti með 19 stig eftir 2:0-sigur á botnliði Skallagríms á Vopnafirði. Sigurður Donys Sigurðsson kom Einherja yfir í fyrri hálfleik og Todor Hristov bætti við öðru marki í seinni hálfleik. 

Á Hornafirði skildu Sindri og Reynir Sandgerði jafnir, 2:2. Theódór Guðni Halldórsson og Strahinja Pajic komu Reyni tvisvar yfir, en þeir Sigursteinn Már Hafsteinsson og mate Paponja jöfnuðu metin fyrir Sindra. 

Tveir leikir fóru fram í deildinni í gær. Annars vegar vann Augnablik 2:0-sigur á KH á heimavelli og hins vegar unnu Vængir Júpíters sterkan 3:0-útisigur á KV. 

Staðan í 3. deild karla.
Staðan í 3. deild karla. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert