Tap í fyrsta leik

Byrjunarlið Íslands gegn Króötum í dag.
Byrjunarlið Íslands gegn Króötum í dag. Ljósmynd/KSÍ

U17 ára drengjalandslið Ísland í knattspyrnu tapaði sínum fyrsta leil í undankeppni EM 2020 fyrir Króatíu í dag en leikið er í Edinburgh í Skotlandi. Leiknum lauk með 3:2-sigri Króata sem voru komnir tveimur mörkum yfir eftir 17. mínútna leik.

Orri Steinn Óskarsson minnkaði muninn fyrir Ísland á 40. mínútu og staðan því 2:1 í hálfleik. Leonardo Petrovic skoraði þriðja mark Króata á 77. mínútu áður en Daniel Dejan Djuric minnkaði muninn fyrir íslenska liðið með marki úr vítaspyrnu á 84. mínútu og þar við sat.

Ísland leikur í 7. riðli undankeppninnar ásamt Króatíu, Armeníu og Skotlandi. Næsti leikur liðsins verður gegn Skotum þann 25. október næstkomandi og lokaleikur liðsins í riðlakeppninni verður gegn Armeníu 28. október.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert