Stutt gaman hjá Alfreð í Istanbúl

Alfreð Finnbogason fór meiddur af velli.
Alfreð Finnbogason fór meiddur af velli. mbl.is/Kristinn Magnússon

Alfreð Finnbogason fór meiddur af velli á 24. mínútu í leik Íslands og Tyrklands í undankeppni EM 2020 ytra í dag. Alfreð lenti illa eftir samstuð við Caglar Söyuncu, leikmann Leicester. 

Söyuncu ýtti Alfreð harkalega við hliðarlínuna með þeim afleiðingum að íslenski framherjinn lenti illa og fór að lokum af velli eftir aðhlynningu. Alfreð hélt um handarbakið og gæti verið handabrotinn, eða farið úr axlarlið. 

Arnór Sigurðsson leysti hann af hólmi. Staðan er enn markalaus, en leikurinn er í beinni textalýsingu á mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert