Stoltur af frammistöðunni

Íslensku leikmennirnir voru svekktir í leikslok.
Íslensku leikmennirnir voru svekktir í leikslok. AFP

„Ég er stoltur af þessari frammistöðu en vonsvikinn með að við unnum ekki,“ sagði Erik Hamrén, landsliðsþjálfari, í samtali við RÚV eftir markalaust jafntefli Íslands og Tyrklands í undankeppni EM karla í fótbolta 2020. Úrslitin þýða að Ísland fer í umspil og Tyrkir eru komnir á EM. 

„Þetta var jafn leikur eins og við áttum von á en við þurftum heppnina með okkur í færunum sem við fengum, sérstaklega í lokin. Við vörðumst virkilega vel þegar þeir náðu skyndisóknum og við fengum færi í lokin sem hefði getað haldið riðlinum opnum.“

Arnór Ingvi Traustason fór meiddur af velli í seinni hálfleik og Hörður Björgvin Magnússon leysti hann af hólmi. 

„Við gátum ekki orðið of sóknarsinnaðir of snemma. Þá fá þeir tækifæri til að skora og þá er leikurinn búinn. Það var nóg eftir þegar Arnór Ingvi þurfti að fara af velli og við hugsuðum að við myndum sækja meira á þá á síðustu 7-8 mínútunum.“

Ísland mætir Moldóvu á útivelli í lokaleik sínum í riðlinum næstkomandi sunnudag. 

„Við megum vera stoltir af þessari frammistöðu, en líka virða það að við séum svekktir. Á morgun hugsum við um þann leik,“ sagði Hamrén við RÚV. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert