Ítalir of sterkir í Ferrera

Fyrir leikinn í Róm í dag.
Fyrir leikinn í Róm í dag. Ljósmynd/KSÍ

Íslenska U21 árs landslið karla í fótbolta mátti þola 0:3-tap á útivelli gegn Ítalíu í undankeppni EM í Ferrera í dag. Leikið var á heimavelli SPAL, sem leikur í ítölsku A-deildinni. 

Riccardo Sottil, leikmaður Fiorentina kom Ítalíu yfir á 32. mínútu með eina marki fyrri hálfleiks.

Staðan var 1:0 þar til á 84. mínútu er Patrick Cutrone, sem Wolves á Englandi keypti af AC Milan í sumar á háa fjárhæð í sumar, skoraði annað markið. Cutrone var aftur á ferðinni á lokamínútunni til að gulltryggja 3:0 ítalskan sigur. 

Kolbeinn Birgir Finnsson fékk besta færi íslenska liðsins en hann skaut í stöng í fyrri hálfleiknum. 

Með sigrinum fór Ítalía upp fyrir Ísland og upp í annað sætið. Írland er á toppi riðilsins með þrettán stig, Ítalía er með tíu, Ísland níu og Svíþjóð í fjórða sæti með sex stig. 

Næsti leikur Íslands í riðlinum er á útivelli gegn Írlandi í mars á næsta ári. 

Byrjunarlið Íslands:

Patrik Sigurður Gunnarsson

Alfons Sampsted

Ari Leifsson

Finnur Tómas Pálmason

Hörður Ingi Gunnarsson

Alex Þór Hauksson

Stefán Teitur Þórðarson

Willum Þór Willumsson

Kolbeinn Birgir Finnsson

Jón Dagur Þorsteinsson

Sveinn Aron Guðjohnsen

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert