Birkir kominn í áttunda sætið

Birkir Bjarnason skoraði þrjú mörk fyrir landsliðið í undankeppni EM.
Birkir Bjarnason skoraði þrjú mörk fyrir landsliðið í undankeppni EM. mbl.is/Kristinn Magnússon

Birkir Bjarnason er kominn í áttunda sætið yfir markahæstu leikmenn karlalandsliðsins í knattspyrnu eftir að hafa skorað fyrra markið í 2:1 sigri Íslands í Chisinau í kvöld.

Birkir gerði þar sitt þrettánda mark fyrir landsliðið í sínum 84. landsleik en hann er sjöundi leikjahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi.

Hann er nú jafn Skagamanninum Þórði Guðjónssyni í 8.-9. sætinu með 13 mörk. 

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt 22. mark þegar hann gerði sigurmark Íslands og nálgast Kolbein Sigþórsson og Eið Smára Guðjohnsen sem eru jafnir og markahæstir með 26 mörk.

Þessir eru markahæstir í lok keppnistímabilsins 2019:

26 - Kolbeinn Sigþórsson
26 - Eiður Smári Guðjohnsen
22 - Gylfi Þór Sigurðsson
17 - Ríkharður Jónsson
15 - Alfreð Finnbogason
14 - Ríkharður Daðason
14 - Arnór Guðjohnsen
13 - Þórður Guðjónsson
13 - Birkir Bjarnason

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert