Ungverjaland eða Rúmenía bíður í umspili

Ísland mætir Ungverjalandi eða Rúmeníu í umspili í mars.
Ísland mætir Ungverjalandi eða Rúmeníu í umspili í mars. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ísland mætir annaðhvort Rúmeníu eða Ungverjalandi á heimavelli í lok mars í undanúrslitum umspils um sæti á lokamóti EM karla í fótbolta. Þetta varð ljóst eftir að Wales varð síðasta liðið til að tryggja sér sæti á lokamótinu í gegnum riðlakeppnina í kvöld. 

Takist Íslandi að vinna í undanúrslitum mætir liðið Búlgaríu, Ungverjalandi eða Ísrael í úrslitum og verður dregið um hvor þjóðin fái heimaleik. Á föstudaginn kemur verður dregið í umspilið. 

Komist Ísland á EM er ljóst að annaðhvort bíður riðill með Hollendingum eða Þjóðverjum. Ef Ísland verður í riðli með Hollandi verður spilað í Amsterdam og Búkarest, annars með Þjóðverjum í München og Búdapest. 

Fimm viðureignir eru staðfestar í undanúrslitum umspilsins: 

Bosnía - Norður-Írland
Slóvakía - Írland
Noregur - Serbía
Georgía - Hvíta-Rússland
Norður-Makedónía - Kósóvó

Þjóðirnar 20 sem komnar eru á EM: 

Belgía
Ítalía
Rússland
Pólland
Úkraína
Spánn
Frakkland
Tyrkland
England
Tékkland
Finnland
Svíþjóð
Króatía
Austurríki
Holland
Þýskaland
Portúgal
Sviss
Danmörk
Wales

Þjóðirnar í umspili: 

Ísland
Bosnía
Slóvakía
Írland
Norður-Írland
Skotland
Noregur
Serbía
Georgía
Norður-Makedónía
Kósóvó
Hvíta-Rússland
Búlgaría
Ungverjaland
Ísrael
Rúmenía

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert