Allt á floti á Laugardalsvelli

Við krossum fingur og vonum að völlurinn verði grænn og …
Við krossum fingur og vonum að völlurinn verði grænn og vænn eftir tvo mánuði. Ljósmynd/KSÍ

Aðstæður til knattspyrnuiðkunar voru ekki upp á marga fiska á Laugardalsvelli í dag þar sem starfsmenn Knattspyrnusambands Íslands unnu meðal annars að því að moka snjó af vellinum. Rúmir tveir mánuðir eru í að Ísland taki á móti Rúmeníu í umspili fyr­ir EM karla í knatt­spyrnu.

Greint hefur verið frá því að KSÍ hafi skilað inn áætlun til Knattspyrnusambands Evrópu þess efnis að leikið verði á Laugardalsvelli 26. mars.

Eins og kunnugt er þá er enginn hiti í vellinum og því er gripið til ýmissa ráðstafana,“ segir í Twitter-færslu KSÍ frá því í dag þar sem sjá má starfsmenn moka snjó og reyna að losa bleytu af vellinum.


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert