Tap í fyrsta leik í Hvíta-Rússlandi

Byrjunarlið íslenska liðsins í Hvíta-Rússlandi í dag.
Byrjunarlið íslenska liðsins í Hvíta-Rússlandi í dag. Ljósmynd/KSÍ

Danijel Dejan Duric skoraði eina mark íslenska U17 ára landsliðs drengja í knattspyrnu þegar liðið tapaði 2:1-gegn Tadsíkistan í fyrsta leik sínum á alþjóðlegu móti sem fram fer í Hvíta-Rússlandi í dag.

Tadsíkistan komst yfir á 26. mínútu en Danijel Dejan Djuric jafnaði metin á 55. mínútu með marki úr víti. Það var svo Tadsíkistan sem skoraði síðasta mark leiksins á 73. mínútu. Næsti leikur Íslands á mótinu verður gegn Georgíu á þriðjudaginn og síðan er leikið við Ísrael á fimmtudaginn. Ísrael og Georgía gerðu jafntefli í dag, 1:1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert