Hlín tryggði sigurinn og systurnar allar með

Hlín Eiríksdóttir skoraði tvö mörk.
Hlín Eiríksdóttir skoraði tvö mörk. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslandsmeistarar Vals fengu sín fyrstu stig á Reykjavíkurmóti kvenna í knattspyrnu í gær með því að sigra Fjölni 4:1 í Egilshöllinni.

Sigurinn var þó torsóttur gegn 1. deildarliðinu því staðan var 1:1 lengi vel eftir að Ída Marín Hermannsdóttir kom Val yfir snemma leiks en Sara Montoro jafnaði fyrir Fjölni mínútu síðar.

Guðrún Karítas Sigurðardóttir kom Val yfir í seinni hálfleik og landsliðskonan Hlín Eiríksdóttir innsiglaði sigurinn með tveimur mörkum. Þá voru systur hennar Málfríður Anna og Arna báðar komnar inn á í liði Vals og þær luku því leiknum allar þrjár með Valsliðinu.

Valur tapaði óvænt fyrir Fylki í fyrsta leiknum og Fylkisliðið stendur best að vígi í mótinu með tvo sigra í jafnmörgum leikjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert