Markajafntefli hjá KR í Bandaríkjunum

Aron Bjarki Jósepsson skoraði jöfnunarmark KR.
Aron Bjarki Jósepsson skoraði jöfnunarmark KR. Ljósmynd/Haraldur Jónasson/Hari

KR og bandaríska knattspyrnuliðið Cincinnati gerðu í kvöld 3:3-jafntefli í síðari leik KR-inga í æfingaferð liðsins í Bradenton á Flórída. Cincinnati hafnaði í neðsta sæti bandarísku MLS-deildarinnar í fótbolta á síðustu leiktíð.  

Stefán Árni Geirsson, sem er fæddur árið 2000 og var í láni hjá Leikni í Reykjavík á síðasta tímabili, kom KR yfir á 12. mínútu en Kendall Waston jafnaði fyrir bandaríska liðið á 18. mínútu. Sjö mínútum síðar kom Jimmy McLaughlin Cincinnati yfir og var staðan í hálfleik 2:1. 

Óskar Örn Hauksson jafnaði fyrir KR á 50. mínútu en aðeins fimm mínútum síðar skoraði Allan Cruz þriðja mark Cincinnati. KR átti hins vegar lokaorðið því varnarmaðurinn Aron Bjarki Jósefsson skoraði jöfnunarmark á 85. mínútu og þar við sat. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert