Akureyringar í átta liða úrslit

Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir skoraði sigurmarkið.
Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir skoraði sigurmarkið. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Úrvalsdeildarlið Þórs/KA er komið í átta liða úrslit í Mjólkurbikar kvenna í fótbolta eftir 1:0-sigur á Keflavík úr 1. deildinni. Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir skoraði sigurmarkið á 13. mínútu. 

Markið var það fyrsta sem Snædís skorar með Þór/KA í fjórða leiknum, en hún hefur leikið með Hömrunum síðustu ár. Kláraði Snædís vel af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá vinstri. 

Þór/KA er sjöunda liðið sem tryggir sér sæti í átta liða úrslitunum; KR, Haukar, Selfoss, Breiðablik, FH og Valur tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum í gær.

ÍA eða Augnablik verður síðasta liðið sem fær sæti í átta liða úrslitunum en þegar þessi frétt er skrifuð er staðan 1:1 á Akranesi og tíu mínútur til leiksloka. 

Dregið verður í átta liða úrslitin klukkan 18 í dag, laugardag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert