„Við verðum að hlýða fyrirmælum eins og aðrir landsmenn“

Jónas Kristinsson framkvæmdastjóri KR er til vinstri á myndinni og …
Jónas Kristinsson framkvæmdastjóri KR er til vinstri á myndinni og við hlið hans Stefán Arnarson starfsmaður félagsins. mbl.is/Sigurður Bogi

Jónas Kristinsson, framkvæmdastjóri KR, segir það hafa komið sér svolítið á óvart að ekki skuli vera leikið í Pepsí Max-deildunum þótt annað í knattspyrnunni kynni að vera áfram á ís. 

Þar séu hagsmunirnir mestir og hjá karlaliði KR sé til að mynda leikur fram undan í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu. Einnig þurfi Íslandsmótið að skera úr um hvaða lið leika í Evrópukeppnum á næsta ári. Þess vegna séu hagsmunirnir talsverðir varðandi úrvalsdeildirnar. 

Jónas sagði frá þessu í þættinum Mín skoðun með Valtý Birni á SportFM í gær eftir að tilkynnt var um frekari frestanir í knattspyrnunni vegna tilmæla yfirvalda. 

„Við verðum að hlýða fyrirmælum eins og aðrir landsmenn,“ bætti Jónas við. 

Í máli Jónasar kom jafnframt fram að launakostnaður knattspyrnudeilda á Íslandi gæti samanlagt farið yfir milljarð króna og því sé töluvert skattfé sem komi til vegna knattspyrnunnar. Í þættinum var einnig rætt við Viðar Halldórsson, formann aðalstjórnar FH, sem benti á að velta FH hefði verið á bilinu 700-800 milljónir á síðasta ári.

Þá var einnig rætt við Eystein Pétur Lárusson, framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar Breiðabliks, í þættinum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert