Vísa ákvörðun KSÍ til áfrýjunardómstóls

KR-ingar hafa ákveðið að vísa ákvörðun KSÍ til áfrýjunardómstólsins.
KR-ingar hafa ákveðið að vísa ákvörðun KSÍ til áfrýjunardómstólsins. Ljósmynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson

Stjórn knattspyrnudeildarinnar KR hefur ákveðið að vísa ákvörðun stjórnar KSÍ um að hætta keppni á Íslandsmótinu til áfrýjunardómstóls sambandsins.

Í yfirlýsingu KR-inga kemur fram að félagið telji stjórn KSÍ fara gegn ákvæðum laga sambandsins.

Stjórn KSÍ er því ekki heimilt að ljúka keppni líkt og gert var og KR-ingar telja hana ólögmæta.

Yfirlýsing KR:

„Stjórn knattspyrnudeildar KR ákvað á fundi sínum nú morgun að vísa ákvörðun stjórnar KSÍ, um að hætta keppni í Íslands- og bikarmóti, til áfrýjunardómstóls sambandsins. KR telur að ákvörðun stjórnarinnar, er byggir á reglugerð stjórnar, fari gegn ákvæðum laga sambandsins. Þannig hafi stjórn sambandsins ekki verið heimilt að ljúka keppni líkt og gert var. KR ætlar þannig að ákvörðun sambandsins sé  ólögmæt og mun krefjast þess að ákvörðun stjórnar verði felld úr gildi.“

fh. knattspyrnudeildar KR

Páll Kristjánsson, formaður

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert