Sara fór upp fyrir mikla kempu

Sara Björk Gunnarsdóttir í leiknum gegn Svíum á dögunum.
Sara Björk Gunnarsdóttir í leiknum gegn Svíum á dögunum. Ljósmynd/Bildbyrån

Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, hefur nú skorað 22 mörk í 135 A-landsleikjum fyrir Ísland og er sú fimmta markahæsta frá upphafi. 

Sara skoraði tvívegis í kvöld þegar Ísland vann Slóvakíu 3:1 ytra í undankeppni EM en bæði mörkin skoraði Sara úr vítaspyrnum. 

Sara er sú fimmta markahæsta í kvennalandsliðinu frá upphafi og fór í kvöld upp fyrir Katrínu Jónsdóttur á þeim lista en Katrín skoraði 21 mark á sínum ferli. Katrín var leiðtogi liðsins um langa hríð og var fyrirliði þegar Ísland komst í fyrsta skipti í lokakeppni EM árið 2009. Sara er einmitt nýbúin að ná leikjametinu af Katrínu sem spilaði 133 landsleiki.

Markamaskínan Margrét Lára Viðarsdóttir er langefst á listanum með 79 mörk í 124 landsleikjum. Hólmfríður Magnúsdóttir með 37 mörk, Dagný Brynjarsdóttir með 29 og Ásthildur Helgadóttir með 23 mörk eru hinar þrjár sem skorað hafa fleiri mörk fyrir landsliðið en Sara Björk.

Katrín Jónsdóttir tekur við viðurkenningu frá KSÍ fyrir leik gegn …
Katrín Jónsdóttir tekur við viðurkenningu frá KSÍ fyrir leik gegn Sviss á Laugardalsvelli. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert