Bretarnir rufu sóttkví eftir komuna til landsins

Frá leik Kórdrengja og ÍA í bikarkeppninni í fyrra.
Frá leik Kórdrengja og ÍA í bikarkeppninni í fyrra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Breskir knattspyrnumenn sem 1. deildar liðið Kórdrengir samdi við á dögunum rufu sóttkví eftir komuna til landsins og hafði lögregla afskipti af þeim vegna þessa. 

RÚV greindi frá þessu í kvöld og Davíð Smári Lamude sem þjálfað hefur Kórdrengi undanfarin ár staðfesti þetta við RÚV. 

Að sögn Davíðs höfðu nýju leikmennirnir ekki umgengist aðra leikmenn liðsins. Brot þeirra á sóttvarnareglum hafi falist í því að þeir hafi sjálfir farið á sparkvöll og sparkað í bolta. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert