Tryggvi fótbrotnaði í æfingaleik

Tryggvi Hrafn Haraldsson í leik með ÍA síðasta sumar.
Tryggvi Hrafn Haraldsson í leik með ÍA síðasta sumar. Ljósmynd/Skagafréttir

Tryggvi Hrafn Haraldsson, sóknarmaður Vals, meiddist í æfingaleik liðsins gegn Víkingi Reykjavík á Víkingsvelli í dag.

Þetta kemur fram á Fótbolta.net, þar sem segir að Tryggvi hafi fótbrotnað og sökum þess sé búist við að hann verði frá æfingum og keppni í um tvo mánuði.

Pepsi Max-deildin rúllar af stað undir lok þessa mánaðar og því er ljóst að Tryggvi, sem kom frá norska félaginu Lilleström í byrjun árs, mun missa af fyrstu umferðum Íslandsmótsins.

Samkvæmt upplýsingum Fótbolta.net lenti Tryggvi í tæklingu í leiknum í dag, sem endaði með 2:2-jafntefli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert