Keflavík keyrði yfir Stjörnuna

Kian Williams skoraði seinna mark Keflvíkinga í kvöld.
Kian Williams skoraði seinna mark Keflvíkinga í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nýliðarnir í Keflavík sýndu að þeir eiga fullt erindi í efstu deild þegar þeir lögðu Stjörnuna 2:0 í suður með sjó í kvöld þegar leikið var í 2. umferð efstu deildar karla í fótbolta, Pepsi-Max-deildinni.  Keflvíkingar hentu sér á eftir hverjum bolta og hikuðu ekkert við tæklingar – þar lá munurinn.

Fjörið byrjarði strax með sóknum á báða bóga og hafði hvort lið innan 20 mínútna átt gott færi en heldur þó hallaði í gestina því heimamenn virtust einbeittari í sínum sóknum og vörnin var þétt. 

Á 21. mínútu braut síðan Brynjar Gauti Guðjónsson á Kian Williams inní teig svo dæmt var víti.  Frans Elvarsson fyrirliði Keflavík tók vítið og skoraði en þurfti að endurtaka spyrnuna þar sem boltinn fauk af stað.  Frans tók því víti aftur og skoraði.

Garðbæingar ætluðu sér að taka yfir leikinn í byrjun síðari hálfleiks en það gekk ekki nema fyrstu mínúturnar og á 54. mínútu átti Ástbjörn Þórðarson glæsilega utanfótarsendingu frá hægri inní miðjan markteig Stjörnunnar þar sem Kian Williams renndi sér á boltann og ýtti í hægra hornið.  Góð sending og segja má að þetta sýndi muninn á liðinum – Keflvíkingar grimmari í henda sér á alla bolta.

Með sigri vippuðu Keflvíkingar sér upp í fimmta sæti deildarinnar á meðan Stjarnan hefur fengið eitt stig af 6 mögulegum.  Það þarf ekkert að taka fram að það er nóg eftir.

Keflavík 2:0 Stjarnan opna loka
90. mín. Leik lokið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert