Við vorum spenntir að spila á heimavelli

Frans Elvarsson fyrirliði Keflavíkur.
Frans Elvarsson fyrirliði Keflavíkur. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

„Við byrjuðum leikinn vel, vorum spenntir fyrir að spila á heimavelli og það gekk bara vel,“ sagði Frans Elvarsson fyrirliði Keflavíkur eftir 2:0 sigur á Stjörnunni þegar liðin mættust suður með sjó í kvöld í 2. umferð efstu deildar karla í fótbolta.

Keflavík tapaði naumt fyrir Víkingum í fyrstu umferð og þrátt fyrir að margir ungir leikmenn séu í hópi Keflavíkinga hefur fyrirliðinn engar áhyggjur af því. „Við þekkjum okkar leikstíl vel og leitum alltaf í  hann svo það var ekkert auka skipulag nú gegn Stjörnunni. Okkar leikur gekk vel og við unnum góðan sigur. Mér finnst við vera með það góða leikmenn að þeir valdi því, jafnvel betur en það og eiga eftir að sýna í sumar að þeir eru klárir í þetta verkefni í sumar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert