Landsliðsmaður Líberíu til Vestmannaeyja

Eyjamenn, sem hér eiga í höggi við Keflvíkinga síðasta haust, …
Eyjamenn, sem hér eiga í höggi við Keflvíkinga síðasta haust, hafa bætt við sig líberískum framherja. Ljósmynd/Sigfús

Eyjamenn bættu við sig sóknarmanni í kvöld áður en lokað var fyrir félagaskiptin í fótboltanum hér á landi.

Sá heitir Seku Conneh, 25 ára gamall sóknarmaður frá Líberíu en hann á að baki fjóra A-landsleiki fyrir þjóð sína. Hann er hins vegar uppalinn í Hollandi og var m.a. með unglingaliði Ajax og spilaði til að byrja með í hollensku B-deildinni með Fortuna Sittard og Oss en hefur síðan leikið í Bandaríkjunum, Suður-Kóreu og Serbíu.

Síðast spilaði Conneh með Las Vegas Lights í bandarísku B-deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert