Skagamennirnir líklega alvarlega meiddir

Árni Snær Ólafsson er líklega með slitna hásin.
Árni Snær Ólafsson er líklega með slitna hásin. Ljósmynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson

Þórður Þorsteinn Þórðarson, leikmaður ÍA í knattspyrnu, segir samherja sína Sindra Snæ Magnússon og Árna Snæ Ólafsson að öllum líkindum alvarlega meidda.

Báðir þurftu þeir að vera fluttir með sjúkrabíl vegna meiðsla sinna.

„Ég er ekki búinn að heyra hvað þeir segja á sjúkrahúsinu en honum [Sindra Snæ] leið eins og rifbeinið væri brotið í tvennt og alltaf þegar hann andaði þá fann hann það stingast inn í sig þannig að það var ekkert þorað að hreyfa hann neitt fyrr en sjúkrabíllinn kom. Hann var mikið verkjaður. Svo slítur Árni hásin,“ sagði Þórður Þorsteinn í samtali við mbl.is í kvöld.

Þegar Árni Snær meiddist þurfti Þórður Þorsteinn að fara í markið restina af leiknum þar sem Skagamenn voru búnir að nota allar skiptingar sínar. Dino Hodzic tekur stöðu Árna Snæs í markinu í næsta leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert