Víkingar sneru á Blika

Thomas Mikkelsen og Viktor Örlygur Andrason eigast við í Fossvoginum.
Thomas Mikkelsen og Viktor Örlygur Andrason eigast við í Fossvoginum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Víkingar létu Blika ekki slá sig útaf laginu þegar liðin áttust við í fjórðu umferð efstu deildar karla í fótbolta í kvöld heldur biðu þar til gestirnir slökuðu aðeins á, hófu leiftursóknir og skoruðu tvö mörk, 3:0 sigur.

Gestirnir úr Kópavogi byrjuðu strax að pressa Víkinga, sem áttu eflaust von á því og stóðu það af sér.  Fóru síðan sjálfir að sækja og á 15. mínútu skoraði Pablo Punyed af stuttu færi þegar hann  fékk góða þversendingu frá Halldór J.S. Þórðarsyni sem hafði brunað upp allan hægri kantinn.   Sjálfstraust Blika virtist hverfa, þeir urðu óöruggir og Víkingar gengu á lagið, urðu grimmari og sóttu af öryggi. 

Hléið var eflaust nýtt til að rétta kúrsinn enda voru Blikar mun ákveðnari eftir hlé og náðu undirtökunum, komust í nokkur góð færi en Þórður Inga í marki Víkinga reyndist þeim erfiður því Víkingar hörfuðu, réðu ekki við endurnærða Blika.  Þeir voru þó ekki sofnaðir, biðu eftir að þeirra tími kæmi og á 86. Mínútu fengu Víkingar horn, sem Pablo tók og Júlíus Magnússon skoraði af stuttu færi á meðan vörn Blika horfði á.   Blikar reyndu áfram en enn biðu Víkingar og Kwame Quee innsiglaði 3:0 sigur Víkinga með lúmsku skoti utan úr vítateig á síðustu mínútu leiksins.

Skipulagið hjá Víkingum var frábært í kvöld, leyfðu Blikum að sækja aðeins fyrstu mínúturnar en sneru svo taflinu við, gríðarlega einbeittir og ákveðnir þegar þeir hófu að sækja og slógu öll vopn úr höndum gestanna.  Brutu þá eiginlega niður.  Í síðari hálfleik voru Blikar búnir að stilla strengina aðeins en þá var fyrir föst vörn með Kára Árnason og  í broddi fylkingar og Þórð Ingason vel vakandi í markinu.  Svo þegar Blikar fengu ekki neitt fyrir sinn snúð hófu Víkingar að snúa vörn í sókn, sem fyrr einbeittir og ákveðnir.  Sigurinn var því sanngjarn og frammistaðan kom Víkingum á topp deildarinnar. 

Víkingur R. 3:0 Breiðablik opna loka
90. mín. Kwame Quee (Víkingur R.) skorar MARK 3:0. Var með boltann úti í vítateig en svo kom hnitmiðað skot yfir markmanninn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert