Gaman að athyglin sé loksins á okkur

Glódís Perla Viggósdóttir sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag.
Glódís Perla Viggósdóttir sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag. mb.is/Kristinn Magnússon

„Við erum ekkert allt of mikið að velta okkur upp úr þessu því þetta kemur okkur lítið við,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, á fjarfundi með blaðamönnum í dag.

Ísland undirbýr sig nú fyrir mikilvægan leik gegn Kýpur sem fram fer í í Lárnaka á Kýpur á morgun

Á blaðamannafundinum í dag var Glódís spurð út í umræðuna í kringum karlalandsliðið og KSÍ og hvort hún hafi haft einhver áhrif á kvennalandsliðið.

„Við finnum ekki fyrir aukinni pressu vegna umræðunnar enda höfum verið að standa okkur vel í mörg ár,“ sagði Glódís.

Það er bara gaman að það sé loksins mikil athygli á okkur og því sem við erum  að gera þó umræðan í kringum sambandið og KSÍ hafi auðvitað verið mjög leiðinlegt.

Við höfum lagt áherslu á að reyna að fylgja okkar gildum sem er að standa okkur vel, bæði innan og utan vallar,“ bætti Glódís við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert