Kópavogsvöllur snævi þakinn

Vallarstarfsmenn að störfum á Kópavogsvelli.
Vallarstarfsmenn að störfum á Kópavogsvelli. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vallarstarfsmenn á Kópavogsvelli hafa eytt deginum í það að hreinsa snjó af vellinum en Breiðablik tekur á móti Real Madrid í B-riðli Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu síðar í dag.

Þetta er síðasti heimaleikur Blika í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en liðið er með 1 stig í neðsta sæti riðilsins og á ekki möguleika á því að komast áfram í útsláttakeppnina.

Eggert Jóhannesson, ljósmyndari Morgunblaðsins og mbl.is, leit við á Kópavogsvöll í hádeginu í dag þar sem vallarstefsmenn voru í óða önn að gera völlinn keppnishæfan.

Leikur Breiðabliks og Real Madrid hefst klukkan 20 og verður í beinni textalýsingu á mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert