Jörundur Áki tekur við

Jörundur Áki Sveinsson þjálfari.
Jörundur Áki Sveinsson þjálfari. Eggert Jóhannesson/mbl.is

Jörundur Áki Sveinsson mun tímabundið taka við yfirumsjón verkefna sviðsstjóra knattspyrnusviðs sem snúa að yngri landsliðum karla og kvenna, ásamt ýmsum öðrum verkefnum.

Þetta kemur fram á vef KSÍ en Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari karla hefur haft þessi verkefni á sinni könnu sem yfirmaður knattspyrnumála. Jörundur Áki er starfsmaður knattspyrnusviðs KSÍ og þjálfar U16 og U17 landslið karla í knattspyrnu.

Hann er reynslumikill þjálfari með UEFA pro þjálfaragráðu. Hann á að baki um 300 leiki sem þjálfari í meistaraflokki karla og kvenna. Hann hefur þjálfað öll kvennalandslið Íslands ásamt U21, U17 og U16 landslið karla. Hann hefur verið aðalþjálfari í um 100 leikjum fyrir landslið auk leikja sem aðstoðarþjálfari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert