Fimmti leikur Selfoss í röð án þess að skora mark

Álfhildur Rósa Kjartansdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir eigast við.
Álfhildur Rósa Kjartansdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir eigast við. mbl.is/Arnþór Birkisson

Þróttur úr Reykjavík og Selfoss mættust í Laugardalnum í Bestu deild kvenna í fótbolta í kvöld. Leikurinn endaði 3:0 fyrir Þrótti.

Þróttur skoraði fyrsta mark leiksins eftir einungis þrjár mínútur. Murphy Alexandra Agnew kom með góða sendingu fyrir á Danielle Julia Marcano sem komst í góða stöðu ein á móti markmanni og setur hann inn 1:0.

Í öðru markinu er aftur Murphy með stoðsendinguna en í þetta skipti kemur hann inn í teiginn á lofti og Danielle skallar hann inn í nærhornið 2:0.

Þriðja markið kemur eftir að Tiffany nær ekki að grípa boltann eftir aukaspyrnu og Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði Þrótt kom boltanum í autt markið.

Álfhildur fór af leiknum í sjúkrabíl en dómgæslan í leiknum var langt frá því sem ætti að vera í Bestu deild. Þróttur og Selfoss eru tvö lið sem spila hörkuleik og ætti að vera lagt línu snemma í leiknum en það kom aldrei.

Í lok leiks var þetta orðin hættulegur leikur og bæði lið hefðu átt að fá fleiri spjöld en komu en einungis eitt spjald kom á leikmann en það var Hafdís Hafsteinsdóttir og svo fékk Svandís Bára Pálsdóttir, sjúkraþjálfari Selfoss spjald fyrir kjaftbrúk.

Selfoss fékk fullt af góðum færum og nóg var um að vera hjá Írisi Dögg Gunnarsdóttir í marki Þróttar sem stóð sig frábærlega. Inn vildi boltinn ekki og Selfoss endar fimmta leikinn sinn í röð án þess að skora.



Þróttur R. 3:0 Selfoss opna loka
90. mín. Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (Þróttur R.) fer af velli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert