Vissulega óþarfi og óþægilegt að koma þeim inn í leikinn

Tiago Fernandes í leiknum í dag.
Tiago Fernandes í leiknum í dag. mbl.is/Óttar Geirsson

„Við erum með gott lið og ættum klárlega að geta unnið öll þau lið sem við erum í keppni við,“ sagði Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Fram í Bestu deild karla í knattspyrnu eftir sigur þeirra á Leikni R. í kvöld. Leikurinn endaði 3:2.

„Þegar það er bara eitt mark þá getur allt gerst. Vissulega var það óþarfi og óþægilegt að koma þeim inn í leikinn eftir að við vorum með tveggja marka forystu svona lengi en við kláruðum þetta og það dugði,“ sagði Jón Sveins í viðtali við mbl eftir leikinn.

Leikurinn í dag var sá fyrsti eftir að deildinni var skipt í efri og neðri hluta með sex lið í hvor hluta, Fram var á tíma líklegir í efri hlutann en endaði 6 stigum frá honum.

„Við gátum alltaf búist við neðri hlutanum. Við stefndum á efri hlutann en í endanum vorum við svolítið frá því svo við verðum að virða þá stöðu sem við erum í og taka þá keppni og þetta var góð byrjun á því.“

Guðmundur Magnússon í Fram er með 15 mörk í deildinni og er í harðri samkeppni um markakónginn. Nökkvi Þeyr Þórisson í KA er sá eini fyrir ofan hann með 17 mörk en hann er farinn í Belgíska liðið Beerschot. Ísak Snær í Breiðablik er næstur Guðmundi með 23 mörk. Ísak spilar hinsvegar í efri hluta deildarinnar en Fram í þeim neðra. Jón Sveins var ekki á því máli að það auðveldi keppnina fyrir Guðmund. 

„Hann hefur skoraði fullt á móti liðunum í efri hlutanum líka. Hann hefur verið á góðu róli í sumar og vonandi bætir hann við einhverjum mörkum. Við höfum ekki áhyggjur á því, við höfum oft átt markakóng í Fram og það væri gaman ef hann tæki það en það er aukaatriði.“

Nú eru aðeins fjórar umferðir eftir og Keflavík er eina liðið með fleiri stig en Fram í neðri hlutanum, Keflavík með 31 stig og Fram 28 stig.

„Er alltaf bjartsýnn, við erum með gott lið og ættum klárlega að geta unnið öll þau lið sem við erum í keppni við. Nú eru fjórir leikir eftir og vonandi höldum við áfram að mæta til leiks eins og í dag og klárum þessa leiki“

Í varnarlínu Fram vantaði bæði Brynjar Gauta Guðjónsson og Alex Frey Elíasson. Brynjar er ristarbrotinn og spilar því ekki fleiri leiki á þessu tímabili en Alex er ekki með jafn alvarleg meiðsli.

„Ég á von á Alex í næsta leik og á æfingar í þessari viku. Hann er með smá bólgur í einhverjum í festingum skilst mér. Þetta ætti ekki að vera eitthvað sem heldur honum lengi frá en hann hefur ekkert æft í vikunni og er þar að auki var hann veikur í gær svo við gátum ekki haft hann með í dag.“

Óskar Jónsson spilaði í bakvarðarstöðunni sem Alex er vanalega í en hann fékk rautt spjald í dag.

„Við erum með vinstri bakvörð sem byrjaði ekki leikinn í dag  og Már getur spilað vinstra megin líka. Við allavega byrjum ellefu inn á í næsta leik það er pottþétt,“ sagði Jón Sveins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert