Andri Rúnar að yfirgefa ÍBV

Andri Rúnar Bjarnason fagnar marki gegn Leikni.
Andri Rúnar Bjarnason fagnar marki gegn Leikni. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Knattspyrnumaðurinn Andri Rúnar Bjarnason er að öllum líkindum að yfirgefa ÍBV, eftir eitt ár hjá félaginu. Hann kom til ÍBV frá Esbjerg í Danmörku fyrir síðustu leiktíð.

Andri segir í samtali við Fótbolta.net að fjölskyldan sé flutt á höfuðborgarsvæðið og þá á hann von á sínu öðru barni með eiginkonu sinni. Framherjinn skoraði 10 mörk í 25 leikjum á sinni einu leiktíð með ÍBV.

Eftir að hann jafnaði markamet efstu deildar, með 19 mörkum með Grindavík sumarið 2017, hefur hann leikið með Helsingborg í Svíþjóð, Kaiserslautern í Þýskalandi og loks Esbjerg í Danmörku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert