FH áfrýjar máli danska framherjans

Morten Beck Guldsmed í leik með FH.
Morten Beck Guldsmed í leik með FH. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnudeild FH ætlar að áfrýja úrskurði Aga- og úrskurðarnefndar KSÍ í máli Mortens Becks Guldsmeds til áfrýjunardómstóls sambandsins.

Aga- og úr­sk­urðar­nefnd KSÍ sektaði knatt­spyrnu­deild FH um 150 þúsund krón­ur og úr­sk­urðað að karlalið fé­lags­ins verði í fé­laga­skipta­banni í eitt fé­laga­skipta­tíma­bil ef það ljúki ekki upp­gjöri launa við Danann.

Gulds­med hef­ur krafið FH um 14 millj­ón­ir króna sem hann tel­ur sig eiga inni hjá fé­lag­inu, auk tveggja millj­óna í drátt­ar­vexti. Hann lék með FH árin 2019 til 2021 og var þá í annað sinn á Íslandi eft­ir að hafa spilað með KR-ing­um tíma­bilið 2016.

FH-ingar hafna því að skulda Guldsmed í yfirlýsingu sem félagið sendi frá sér í kvöld:

„Knattspyrnudeild FH hefur staðið skil á öllum greiðslum til leikmannsins samkvæmt samningi og hafnar því alfarið að hafa ekki staðið við fjárhagslegar skuldbindingar gagnvart leikmanninum,“ segir m.a. í yfirlýsingunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert