Albert þarf þjálfara sem talar til hans á réttan hátt

Albert Guðmundsson á að baki 33 A-landsleiki.
Albert Guðmundsson á að baki 33 A-landsleiki. Ljósmynd/Alex Nicodim

„Albert er einn af okkar bestu leikmönnum í dag,“ sagði Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu, í Fyrsta sætinu, íþróttahlaðvarpi mbl.is og Morgunblaðsins, þegar rætt var um Albert Guðmundsson.

Albert, sem er 25 ára gamall, á að baki 33 A-landsleiki en hann hefur ekki átt fast sæti í liðinu á undanförnum árum.

„Ég held að hann þurfi bara þjálfara sem talar til hans á réttan hátt og nær að hvetja hann áfram til þess að sinna þessu mikilvæga varnarhlutverki,“ sagði Ragnar.

Umræðan um íslenska landsliðið hefst á 11:00 mínútu en hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan. Þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert