Getur orðið frábær landsliðsmaður

Willum Þór Willumsson í leik með íslenska U21-árs landsliðinu fyrir …
Willum Þór Willumsson í leik með íslenska U21-árs landsliðinu fyrir tveimur árum. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, segir Willum Þór Willumsson vera spennandi leikmann.

Willum Þór leikur með Go Ahead Eagles í hollensku úrvalsdeildinni, þar sem hann stóð sig vel á nýafstöðnu tímabili.

„Ég sá Willum spila gegn Ajax, sem er líklegast erfiðasta liðið til að spila á móti. Hann var frábær, stór og sterkur og góður á boltann.

Hann getur haldið boltanum vel og skýlt honum og við þurfum þannig leikmenn. Hann er ungur og efnilegur en hann getur orðið frábær landsliðsmaður fyrir Ísland,“ sagði Hareide á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag.

Willum Þór hlaut jafnan ekki náð fyrir augum Arnars Þórs Viðarssonar, sem stýrði landsliðinu áður en Hareide tók við, og á aðeins einn A-landsleik að baki.

Hann er 24 ára fjölhæfur miðjumaður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert