Ellefu mörk í tveimur leikjum

Krista Eik Harðardóttir skoraði bæði mörk Völsungs í dag.
Krista Eik Harðardóttir skoraði bæði mörk Völsungs í dag. Ljósmynd/Hafþór Hreiðarsson

Tveir leikir fóru fram í 2. deild kvenna í fótbolta í dag. Fyrir norðan mættust Völsungur og ÍA og í Grafarvogi mættust Fjölnir og Sindri.

Völsungur vann góðan sigur á ÍA en leikið var á Húsavík og urðu lokatölur 2:0 fyrir heimakonur.

Krista Eik Harðardóttir skoraði bæði mörk Völsungs í dag, sitt í hvorum hálfleik. Eftir sigurinn er liðið í 6. sæti deildarinnar með 10 stig en ÍA er í 3. sæti með 13 stig eftir að hafa tapað sínum fyrsta leik á tímabilinu.

Skagakonur eiga þó leik til góða á tvö efstu liðin, Hauka sem eru með 15 stig og ÍR sem er með 14 stig.

Í Grafarvoginum tók Fjölnir á móti liði Sindra frá Hornafirði.

Jafnt var í hálfleik 2:2 en Fjölniskonur tóku öll völd á vellinum í síðari hálfleik og bættu við fimm mörkum. Lokatölur 7:2 fyrir Fjölni. Eftir sigurinn er Fjölnir í 4. sæti með 12 stig en Sindri situr á botninum með 1 stig.

María Eir Magnúsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Fjölni, Júlía Katrín Baldvinsdóttir, Tinna Sól Þórsdóttir, Aníta Björg Sölvadóttir, Emilía Sif Sævarsdóttir, og Alda Ólafsdóttir geru eitt mark hver.

Thelma Björg Gunnarsdóttir og Kristín Magdalena Barboza skoruðu fyrir Sindra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert