Neville skoðaði íslenska liðið

Roy Hodgson og Gary Neville.
Roy Hodgson og Gary Neville. AFP

Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englendinga, segir að fimm manna teymi frá enska landsliðinu hafi verið sent til Parísar til að kortleggja íslenska landsliðið í leiknum á móti Austurríki.

England og Ísland eigast við í 16-liða úrslitunum á EM í knattspyrnu í Nice annað kvöld og sigurvegarinn í þeirri rimmu mætir Frökkum eða Írum í 8-liða úrslitunum.

Meðal þeirra sem söfnuðu upplýsingum um íslenska liðið var Gary Neville, sem hefur verið í þjálfarateymi enska landsliðsins síðustu árin.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 19. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 19. APRÍL

Útsláttarkeppnin