Leikstíll enska liðsins hentar íslenska liðinu vel

Íslenska landsliðið á æfingu á Allianz Riviera leikvanginum í Nice …
Íslenska landsliðið á æfingu á Allianz Riviera leikvanginum í Nice í gær. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Hugur íslensks knattspyrnuáhugafólks er í Nice þessa stundina, en íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Englandi í 16 liða úrslitum Evrópumótsins á Allianz Riviera leikvanginum í kvöld.

Brynjar Björn Gunnarsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu og aðstoðarþjálfari karlaliðs Stjörnunnar, lék í fjórtán ár sem atvinnumaður á Englandi með Stoke City, Nottingham Forest, Watford og Reading og þekkir vel til enskrar knattspyrnumenningar. Brynjar Björn er vitanlega feikilega spenntur fyrir leiknum í kvöld og telur möguleika í stöðunni til þess að leggja England að velli.

„Leikurinn leggst bara vel í mig, sér í lagi þar sem við höfum sýnt það áður í keppninni að við eigum góða möguleika á sigri gegn liðum sem eru sterkari aðilinn á pappírnum. Við höfum spilað agaðan og þéttan varnarleik og sóknarleikurinn verið árangursríkur,“ sagði Brynjar Björn um spilamennsku íslenska liðsins það sem af er móti og möguleika liðsins í kvöld.

England hentar okkur vel

„Það er meiri breidd í enska leikmannahópnum og það gæti reynst liðinu vel að hafa getað notað fleiri leikmenn en íslenska liðið í riðlakeppninni. Enska liðið hefur hins vegar ekki komist á flug í mótinu að mínu mati og hefur ekki náð flæði í sinn sóknarleik. Það eru ýmsir möguleikar í stöðunni hjá enska liðinu í framlínunni og spurning hvort liðið veðjar á Kane, Vardy eða Sturridge í fremstu víglínu. Það er svo bara vonandi að enska liðið springi ekki út í þessum leik,“ sagði Brynjar Björn um enska liðið.

Sjá viðtalið í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag þar sem ítarlega er fjallað um viðureign Íslands og Englands og um EM í Frakklandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

LEIKIR Í DAG - 20. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 20. APRÍL

Útsláttarkeppnin