Sagan segir vítaspyrnukeppni í kvöld

Hannes Þór Halldórsson yrði í aðalhlutverki fari leikurinn í vítaspyrnukeppni …
Hannes Þór Halldórsson yrði í aðalhlutverki fari leikurinn í vítaspyrnukeppni í kvöld. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Það ætti ekki að fara fram hjá mörgum að Ísland og England mætast í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu í Nice í kvöld. Ef litið er á söguna gætum við átt von á því að úrslitin ráðist í vítaspyrnukeppni.

Allir fjórir leikirnir sem England hefur spilað í fyrstu umferð útsláttarkeppni Evrópumóts, það er að segja fyrst eftir riðlakeppni, hafa endað með jafntefli eftir venjulegan leiktíma og framlengingu samkvæmt tölfræði sem Opta hefur tekið saman.

Verði það raunin á ný í kvöld má búast við vítaspyrnukeppni í Nice þar sem allt getur gerst.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 24. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 24. APRÍL

Útsláttarkeppnin