Hörður Björgvin eftirsóttur

Hörður Björgvin Magnússon hitar upp með íslenska landsliðinu.
Hörður Björgvin Magnússon hitar upp með íslenska landsliðinu. AFP

Hörður Björgvin Magnússon, landsliðsmaður í knattspyrnu, er afar eftirsóttur þessa dagana en fjölmörg félög hafa sýnt honum áhuga síðustu vikur. Félög frá Englandi, Ítalíu, Sviss og Þýskalandi hafa sent fyrirspurnir á umboðsmann hans.

Hörður, sem er 23 ára gamall, er samningsbundinn ítalska meistaraliðinu Juventus til ársins 2018 en undanfarin tvö tímabil hefur hann verið á láni hjá ítalska B-deildarliðinu Cesena. Ljóst er að hann verður ekki áfram hjá liðinu.

Íslenski varnarmaðurinn er um þessar mundir í Frakklandi með íslenska landsliðinu sem undirbýr sig fyrir leikinn gegn Frakklandi í 8-liða úrslitum á sunnudag. Umboðsmaður hans hefur nóg að gera á meðan en lið frá Englandi, Ítalíu, Sviss og Þýskalandi hafa sýnt áhuga.

Félögin sem hafa sýnt áhuga eru Bristol City og QPR frá Englandi, Eintracht Frankfurt frá Þýskalandi, Grasshopper frá Sviss ásamt ítölsku A-deildarfélögunum Empoli og Palermo en framhaldið ætti skýrast á næstu vikum.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 23. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 23. APRÍL

Útsláttarkeppnin