Æfa sprettina með fljótustu konu Sviss

Mujinga Kambundji ætti að geta frætt leikmenn Sviss um listina …
Mujinga Kambundji ætti að geta frætt leikmenn Sviss um listina að hlaupa hratt.

Ísland mun þurfa að finna svör við stórhættulegum skyndisóknum Sviss áður en liðin mætast á EM í Hollandi þann 22. júlí í Doetinchem í Hollandi.

Svisslenska liðið býr yfir miklum hraða og með stjörnuna Ramonu Bachmann fremsta í flokki getur Sviss farið illa með flest lið.

Í næstu viku munu svissnesku landsliðskonurnar meðal annars æfa með fljótustu konu Sviss, Mujingu Kambundji. Hún þekkir það að vinna til verðlauna á Evrópumóti í Hollandi en hún fékk bronsverðlaun í 100 metra hlaupi á EM í Amsterdam í fyrra.

Á mánudag mun þjálfarinn Martina Voss-Tecklenburg tilkynna hvaða 23 leikmenn fara fyrir hönd Sviss á Evrópumótið, en formlegur undirbúningur liðsins hófst í gær.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 24. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 24. APRÍL

Útsláttarkeppnin