Naumur sigur meistaranna gegn tíu Ítölum

Elisa Bartoli gengur af velli eftir að hafa fengið að …
Elisa Bartoli gengur af velli eftir að hafa fengið að líta gula spjaldið. AFP

Evrópumeistarar Þjóðverja höfðu betur gegn Ítölum, 2:1, í síðari leik B-riðilsins á Evrópumóti kvenna í knattspyrnu í Hollandi í kvöld þar sem Ítalir léku manni færri í rúmar 20 mínútur.

Josephine Henning kom Þjóðverjum yfir á 19. mínútu þegar hún skallaði boltann í autt markið eftir að markvörður Ítala hafði gripið í tómt þegar hún hugðist grípa boltann eftir fyrirgjöf. Ilaria Mauro jafnaði metin fyrir Ítalíu tíu mínútum síðar.

Babett Peter kom Evrópumeisturum í forystu með marki úr vítaspyrnu sem dæmd var á markvörð Ítala og tveimur mínútum síðar fékk Elisa Bartoli að líta sitt annað gula spjald og var þar rekin af velli. Eftir það var á brattann að sækja fyrir ítalska liðið sem með þessum úrslitum kemst ekki í átta liða úrslitin en Ítalir töpuðu fyrir Rússum í fyrsta leik sínum á mótinu.

Þýskaland og Svíþjóð eru með 4 stig, Rússland 3 og Ítalía ekkert.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 19. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 19. APRÍL

Útsláttarkeppnin