Ástríða Freys á sinn þátt í að við erum á EM

Sif Atladóttir sækir að Eugenie Le Sommer í leik Íslands …
Sif Atladóttir sækir að Eugenie Le Sommer í leik Íslands og Frakklands á þriðjudag. AFP

Látbragð Freys Alexandersson landsliðsþjálfara á hliðarlínunni, í leik Íslands og Frakklands á EM kvenna í knattspyrnu á þriðjudaginn, vakti athygli þýsks sjónvarpsmanns sem spurði hann út í háttalag hans á fréttamannafundi í dag.

Freyr var afar líflegur og lét vel í sér heyra allan leikinn, auk þess að sýna miklar tilfinningar:

„Þetta er bara venjulegt hjá mér. Auðvitað voru tilfinningarnar miklar í þessum erfiða leik, þar sem oft komu upp atvik sem kölluðu á tilfinningar. Þetta er minn stíll sem þjálfari en ég reyni að vera með jákvæða líkamstjáningu og gefa leikmönnum mínum jákvæða orku,“ sagði Freyr.

„Ég reyni að vera hreinskilinn við leikmenn og dómarann, en stundum þarf maður að passa sig á hvað maður segir við dómarana. Þeir eru ekki allir eins. Suma má tala við og vera hreinskilinn, en sumir vilja bara ekkert tala við þjálfarana. Þið munið sjá sama þjálfarann á morgun, með sömu ástríðu og orku,“ sagði Freyr.

Sif Atladóttir var þá spurð hvað henni fyndist um háttalag Freys og svaraði: „Þjálfarinn sem þið sáuð gegn Frökkum er okkar þjálfari, og ástríða hans er ein af ástæðunum fyrir því að við erum hérna á þessu móti. Hann er alltaf svona svo við erum vanar því. Ástríða hans og það hvernig hann er heltekinn af fótbolta smitar út frá sér. Hann á stóran þátt í því hversu mikið við elskum að spila fyrir landsliðið og okkar þjóð.“

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 28. MARS

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 28. MARS

Útsláttarkeppnin