Þetta voru síðustu droparnir

Sif bregst við eftir að tapið var ljóst í dag, …
Sif bregst við eftir að tapið var ljóst í dag, búinn með hvern einasta bensíndropa.

„Þetta er ótrúlega svekkjandi. Sárt, rosalega sárt og þungt,“ sagði Sif Atladóttir, landsliðskona í knattspyrnu eftir 2:1-tap gegn Sviss í öðrum leik Íslands á EM í knattspyrnu í kvöld.

Þegar mbl.is náði tali af Sif í kvöld eftir leik var þó ekki ljóst að Ísland væri úr leik á EM.

Sif segir að Ísland hafi ekki mátt við því að gera nein mistök þegar lið á borð við Sviss með öfluga einstaklinga innan borðs er við að etja. „Á móti frábærum liðum og frábærum einstaklingum þarf ótrúlega lítið svigrúm til þess að þeir skori,“ sagði Sif og hélt áfram. „Við sleppum inn tveimur mörkum. Það er eitthvað sem við höfum ekki gert í síðustu leikjum,“ sagði Sif.

Spurð um fyrra markið þar sem Sviss jafnar metin eftir að Ramona Bachmann slapp inn fyrir vörn Íslands og lagði fyrir á Löru Dickenmann sagði Sif.

Sif í baráttunni við Ramona Bachmann.
Sif í baráttunni við Ramona Bachmann. AFP

„Ég veit að þetta er eftir innkast og svo gerist eitthvað og ég reyni að fara fyrir boltann og hún nær einhvern veginn að setja hann framhjá mér. Þetta er ótrúlega svekkjandi. Ég held að þær eigi þrjú skot allan leikinn og tvö af þeim fara inn,“ sagði Sif.

Eru ekki grófar

Segja má að rússnenski dómarinn Anastasia Pustovoitova hafi leikið aðalhlutverk í dag en hún flautaði talsvert mikið í leiknum. Lara Dickenmann slapp einnig á ótrúlegan með að fá rautt spjald eftir gróft brot á Dagnýju Brynarsdóttu en auk þess hefði hún í flestum tilfellum fengið sitt síðara gula spjald eftir brot á Hólmfríði Magnúsdóttur í síðari hálfleik.

„Það gerist eitthvað á milli leikja finnst mér. Ég var að frétta það eftir leikinn að það eina sem þær svissnesku töluðu um var hvað við værum grófar. Mér finst við ekki grófar. Mér finnst við ekki vera að fara í leikmenn. Við erum harðar, öxl í öxl, en alls ekki grófar. Það voru ekki við sem vorum að fara upp með takkana í leiknum,” sagði Sif og tók undir með blaðamanni að þær svissnesku hefðu nýtt hvert tækifæri til þess að hnippa í dómarann.

„Mér finnst þetta ótrúlega leiðinlegt en þetta á ekki að riðla okkar leik. En það gerir það að einhverju leyti. Mér finnst þetta sorglegt. Mér finnst við ekki vera þetta grófa lið sem fólk er að tala um. Við erum fastar fyrir en ekki með takkana upp í loft,“ sagði Sif.

„Enginn að fara að stinga mig af á sprettinum“

Sif var öflug í vörn Íslands í dag og tók fjölmarga magnaða spretti þar sem hún hljóp upp snögga sóknarmenn Sviss, m.a. þegar langt var liðið á uppbótartímann sem var heilar 11 mínútur.

„Ég kláraði mig, það er óhætt að segja að bensínið hafi klárast. En, maður er búinn að æfa vel. Ég lagði allt út. Undir það síðasta komu þrjú tár held ég, þetta voru síðustu droparnir,” sagði Sif. „Ég veit að ég er fljót. Það er enginn að fara að stinga mig af á sprettinum. Ég veit það og ég held að þær viti það líka. Hún fann fyrir mér og vissi af mér. En ég held að hún hafi búist við því að ég hafi ætlað aftan í hana. En með reynslunni koma ákveðin klókindi,” sagði Sif um sprett sinn í lokin er hún hljóp uppi Ramonu Bachman.

Sif var afar svekkt í leikslok og algjörlega búin á …
Sif var afar svekkt í leikslok og algjörlega búin á því.
mbl.is

LEIKIR Í DAG - 19. MARS

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 19. MARS

Útsláttarkeppnin