Nú verður lesið af mælunum

Freyr Alexandersson, Glódís Perla Viggósdóttir og Sif Atladóttir ræddu við …
Freyr Alexandersson, Glódís Perla Viggósdóttir og Sif Atladóttir ræddu við fjölmiðla á blaðamannafundinum í Doetinchem í gær. mbl.is/Sindri Sverrisson

Pressan virðist talsvert meiri á Svisslendingum en Íslendingum fyrir leik þjóðanna á EM kvenna í knattspyrnu kl. 16 í dag. Jafntefli gerir líklega lítið fyrir Sviss en gæti vel dugað Íslandi til að fara í úrslitaleik við Austurríki á miðvikudag um sæti í 8 liða úrslitum mótsins.

Það var samt ekki hægt að greina að þjálfara Svisslendinga, hinni þýsku Martinu Voss-Tecklenburg, fyndist pressan óþægileg, þegar hún ræddi við fjölmiðla á fréttamannafundi í gær. Hún er eflaust full sjálfstrausts eftir að hafa unnið af öryggi „skákirnar“ þrjár við Frey Alexandersson, þjálfara Íslands, á þeim tíma sem þau hafa stýrt liðunum.

Voss-Tecklenburg sagði hins vegar ljóst að leikmenn sínir hefðu höndlað það illa í fyrsta leik EM, 1:0-tapinu gegn Austurríki, að vera taldir sigurstranglegri, rétt eins og þeir eru taldir gagnvart Íslandi. Það mætti ekki endurtaka sig. Hún verður án miðvarðarins Rahel Kiwic vegna leikbanns og hinn aðalmiðvörður liðsins, fyrirliðinn Caroline Abbé, hefur glímt við smávægileg hnémeiðsli en ætti að geta spilað. Aðalstjarna Sviss, Ramona Bachmann, jafnaði sig af meiðslum í læri í tæka tíð til að mæta Austurríki en náði sér ekki á strik. „Ekki frekar en nokkur í okkar liði,“ sagði Ana-Maria Crnogorcevic, leikmaður Sviss, sem sat einnig fundinn.

Sjá frásögn af blaðamannafundinum í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

LEIKIR Í DAG - 29. MARS

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 29. MARS

Útsláttarkeppnin