Dregst Ísland aftur úr?

Ramona Bachmann og Sara Björk Gunnarsdóttir í leik Íslands og …
Ramona Bachmann og Sara Björk Gunnarsdóttir í leik Íslands og Sviss á laugardaginn. AFP

Viðvörunarbjöllur klingja óhjákvæmilega nú þegar ljóst er að Ísland endar í neðsta sæti síns riðils á EM kvenna í knattspyrnu.

Það er sama niðurstaða og á EM 2009, fyrsta lokamóti liðsins, en á EM 2013 komst liðið í 8-liða úrslit.

En er íslenska liðið að dragast aftur úr í samanburði við aðrar þjóðir? Að mati þess sem þetta skrifar er hvorki já né nei rétta svarið. Ísland er nær allra bestu þjóðunum í dag en áður. Í leiknum við Frakkland á EM nú var mun meiri möguleiki á stigi en gegn sömu þjóð 2009, eða gegn Þýskalandi 2013. Hins vegar eru sífellt fleiri lið að verða fullfær um að spjara sig á stóra sviðinu, eins og í lokakeppni EM, og alls ekki sjálfgefið að Ísland haldi áfram að eiga þar sæti.

Morgunblaðið ræddi þessi mál við Söru Björk Gunnarsdóttur landsliðsfyrirliða í gær þegar örlög íslenska liðsins í Hollandi voru ráðin:

„Ég held að við séum alls ekki að dragast aftur úr. Við höfum sýnt og sannað að við eigum heima á stórmótunum. Við höfum bætt okkar spil og leikstíl, þróast sem lið, og erum ekkert orðin verri þó að við höfum tapað þessum tveimur leikjum. Við erum alltaf að bæta okkur og mér finnst okkar leikmenn í dag vera betri en við vorum. Við erum í betra formi, leikmenn leggja ótrúlega mikið á sig og meira en nokkru sinni fyrr fyrir þetta mót. Við vorum allar tilbúnar í verkefnið, tilbúnar að gefa allt, en stundum fellur þetta ekki með okkur. Við erum alls ekki að dragast aftur úr, heldur frekar að fara fram á við,“ sagði Sara Björk. En er samkeppnisumhverfið ekki orðið mun erfiðara en áður?

Sjá allt viðtalið við Söru Björk kvennalandsliðið á EM í íþróttablaði Morgunblaðsins

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

LEIKIR Í DAG - 29. MARS

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 29. MARS

Útsláttarkeppnin