Mestu vonbrigðin á ferlinum

Ada Hegerberg í baráttu við Line Jensen í leik Danmerkur …
Ada Hegerberg í baráttu við Line Jensen í leik Danmerkur og Noregs í gær. AFP

Ada Hegerberg, stórstjarna norska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, segir að frammistaða Noregs á Evrópumótinu í Hollandi sé mestu vonbrigði ferilsins. Noregur er úr leik, tapaði öllum sínum leikjum og skoraði ekki mark.

„Þetta er áfall, en við þurfum að horfast í augu við sjálfar okkur í speglunum og hugsa um hvað við munum gera til þess að læra af þessu. Við erum gott lið og verðum að átta okkur á því hvað má betur fara,“ sagði Hegerberg við Aftenposten.

Í viðtalinu vildu hún ekki svara neinum spurningum um þjálfarann Martin Sjögren.

„Við erum í þessu saman, bæði leikmenn á vellinum og aðrir utan vallar. Þetta er ástand sem þarf að tækla strax. Við getum ekki bara sagt að liðið sé að þróast, við þurfum að komast að því hvað við þurfum að bæta,“ sagði Hegerberg.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 24. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 24. APRÍL

Útsláttarkeppnin