Fjórar breytingar á byrjunarliði Íslands

Dagný Brynjarsdóttir er í byrjunarliði Íslands en byrjar nú á …
Dagný Brynjarsdóttir er í byrjunarliði Íslands en byrjar nú á miðjunni en ekki framar eins og í fyrstu tveimur leikjunum. AFP

Ísland og Austurríki mætast kl. 18.45 í síðasta leik íslenska liðsins á Evrópumóti kvenna í knattspyrnu í Hollandi. Byrjunarlið Íslands hefur nú verið tilkynnt.

Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari gerir fjórar breytingar á liðinu sem hann tefldi fram gegn Sviss í síðasta leik á laugardaginn.

Anna Björk Kristjánsdóttir kemur í vörnina í stað Ingibjargar Sigurðardóttur, Hólmfríður Magnúsdóttir á hægri kant í stað Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur, Agla María Albertsdóttir á hægri kantinn á ný í stað Katrínar Ásbjörnsdóttur, og Harpa Þorsteinsdóttir kemur í fremstu víglínu. Dagný Brynjarsdóttir færir sig aftur á miðjuna og Sigríður Lára Garðarsdóttir fer á bekkinn.

Byrj­un­arlið Íslands: (3-4-3) Mark: Guðbjörg Gunn­ars­dótt­ir. Vörn: Gló­dís Perla Viggós­dótt­ir, Sif Atla­dótt­ir, Anna Björk Kristjánsdóttir. Miðja: Hólmfríður Magnúsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Sara Björk Gunn­ars­dótt­ir, Hall­bera Guðný Gísla­dótt­ir. Sókn: Agla María Alberts­dótt­ir, Harpa Þorsteins­dótt­ir, Fann­dís Friðriks­dótt­ir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

LEIKIR Í DAG - 19. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 19. APRÍL

Útsláttarkeppnin